Byggðakvóti

Miðvikudaginn 14. mars 2001, kl. 18:08:12 (5766)

2001-03-14 18:08:12# 126. lþ. 89.11 fundur 499. mál: #A byggðakvóti# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., KVM
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 126. lþ.

[18:08]

Karl V. Matthíasson:

Herra forseti. Það er ekki að ósekju að Byggðastofnun fari fram á þetta og lýsir það einkar vel hvernig ástandið er víða um land í sjávarbyggðum þegar verið er að biðja um 100% aukningu á byggðakvótanum. Og það er náttúrlega óþolandi eins og hér hefur komið fram að ekki sé hægt að svara þessu fyrr en nefnd sem starfar vegna breytinga á lögum um stjórn fiskveiða hefur skilað af sér tillögum. Byggðirnar hafa hreinlega ekki tíma til að bíða eftir því. Þetta endurspeglar það ástand sem er og það verður að bregðast við þessari beiðni Byggðastofnunar á jákvæðan hátt og helst þyrfti að hafa byggðakvótann meiri. Síðan má velta fyrir sér úthlutunarreglunum. En það er annar kapítuli út af fyrir sig sem þarf að íhuga líka vel og vandlega með hvaða hætti byggðakvóta er úthlutað þannig að sem flestir hafi aðgang að honum og jafnræðis sé gætt.