Laxeldi í Klettsvík

Mánudaginn 26. mars 2001, kl. 15:38:49 (5940)

2001-03-26 15:38:49# 126. lþ. 97.1 fundur 409#B laxeldi í Klettsvík# (óundirbúin fsp.), SJóh
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 126. lþ.

[15:38]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Ég tók eftir því í máli hæstv. landbrh. að hann ætlar að kynna málið fyrir hv. landbn. Jafnframt ætlar hann að reyna að fá einhvern af kvenkyni skildist mér til að kyssa hvalinn. Ég vil bara taka það fram hér og nú að ég ætla ekki að bjóða mig fram í það starf. Ég verð hins vegar að segja að ég hef ekki fengið svar við spurningu minni: Hvað lá svona á að hefja þessa merku tilraun í Klettsvík að ekki var hægt að bíða eftir að hv. landbn. kláraði að vinna að frv. sem allir hér höfðu lýst yfir við 1. umr. að þeir vildu ljúka vinnu við við fyrsta tækifæri?