Vikurnám við Snæfellsjökul

Miðvikudaginn 28. mars 2001, kl. 15:05:52 (6113)

2001-03-28 15:05:52# 126. lþ. 101.8 fundur 561. mál: #A vikurnám við Snæfellsjökul# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., umhvrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 126. lþ.

[15:05]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir):

Virðulegur forseti. Það er rétt að vinnsla var í gangi í fyrra. Það voru teknir 7.480 m3. Það er fyrirtækið Vikurvara ehf. sem er í þeirri vinnslu og þetta magn er langt undir þeim mörkum sem krafist er umhverfismats á samkvæmt nýjum lögum.

Varðandi hitt málið, Nesvikur ehf. sem sendi inn umhverfismat á sínum tíma, 21. október 1998, á Harðbalasvæði og á Jökulhálsi, þá hefur það mál ekkert gengið áfram þar sem fyrirtækið sendi ekki inn frekara mat. Málið er þannig vaxið að Vikurvara ehf. er með vinnsluna á tiltölulega litlu magni, sem er undir því sem lögin um mat á umhverfisáhrifum segja að sé tilkynningarskylt og hvað þá matsskylt, og Nesvikur ehf. hefur ekki sent áform sín um frekara mat áfram.

Hvað leyfisveitingarnar varðar, þá er það rétt að umhvrh. veitir ekki leyfin en hins vegar koma undirstofnanir að leyfum eins og Náttúruvernd ríkisins sem veitir umsögn um námaleyfi.