Fjöldi nemenda í framhaldsskólum

Miðvikudaginn 25. apríl 2001, kl. 15:43:33 (6832)

2001-04-25 15:43:33# 126. lþ. 112.7 fundur 607. mál: #A fjöldi nemenda í framhaldsskólum# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., SvanJ
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 126. lþ.

[15:43]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Hér er hreyft afar mikilvægu máli.

Full ástæða er til að hafa af því áhyggjur hversu seint okkur miðar með að byggja upp starfsnám. Menn bundu við það vonir að framhaldsskólalögin mundu breyta þessu hraðar en reyndin hefur orðið á. En auðvitað væntum við þess að núna fari hlutirnir að gerast. Það er verið að leggja grunn að því.

En ég vil nefna atriði sem hefur verið nefnt sem þyrfti að taka á sérstaklega og það eru fleiri möguleikar fyrir stúlkur varðandi starfsnám. Það virðist sem svo að þar hafi sáralítið gerst, nánast alla öldina, þ.e. möguleikar þeirra og fjölbreytni þeirra hafi lítið breyst og þess vegna eigi þær í rauninni ekki jafngreiðan aðgang, miðað við hefðbundið starfs- og námsval, inn í starfsnámið og piltar.

Menn geta svo sem barið höfðinu við steininn og sagt: Þær fara þá bara í strákanámið. En þannig gerist þetta ekki, það segir reynslan okkur. Þarna þarf því virkilega að taka á.