Almenn hegningarlög

Föstudaginn 27. apríl 2001, kl. 12:49:20 (6989)

2001-04-27 12:49:20# 126. lþ. 114.12 fundur 313. mál: #A almenn hegningarlög# (fíkniefnabrot) frv. 32/2001, GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 126. lþ.

[12:49]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Nú þarf ekki vitnanna við. Maður reynir hér að fara málefnalega yfir málið. Ég tók það sérstaklega fram og frábað mér að menn dyttu niður í þessa leðju, þ.e. að halda því fram að þeir sem fylgdu ekki dómsmrh. að málum í þessu væru deigir í baráttunni gegn fíkniefnum, en hún væri hinn harði andstæðingur. Þetta er ódýrt. Þetta er lélegt. Þetta er slappt.

Herra forseti. Í ræðu hv. þm., hæstv. dómsmrh., 1998 segir hún, með leyfi forseta:

,,Slíkar rannsóknir og upplýsingar um sakamál og meðferð þeirra eru nauðsynlegar fyrir faglega umræðu um þessi málefni og mótun refsistefnu við lagasetningu og endurskoðun refsilaga.``

Hún hefur breytt um skoðun frá því þá. Ja, tilgangurinn helgar meðalið. Hún er að fara með fíkniefnabaráttuna inn í ódýran farveg og ég tek ekki þátt í því. Ég vil berjast gegn fíkniefnum eins og hún. En ekki með ódýrum yfirboðum.