Almenn hegningarlög

Mánudaginn 30. apríl 2001, kl. 15:19:43 (7047)

2001-04-30 15:19:43# 126. lþ. 115.1 fundur 313. mál: #A almenn hegningarlög# (fíkniefnabrot) frv. 32/2001, LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 126. lþ.

[15:19]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir það sem hv. þm. Ögmundur Jónasson sagði áðan og bæta því við að í þeirri löngu umræðu sem fram fór kom á daginn að málið var algerlega vanbúið. Engar rannsóknir lágu að baki því frv. sem hér er verið að samþykkja og markmiðin voru mjög óljós. Niðurstaðan er einfaldlega sú að hér er aðeins verið að reyna að slá pólitískar keilur en ekki verið að leggja neitt fram sem er innlegg í baráttuna gegn þeim brotum sem hér um ræðir.