Rannsóknir í þágu atvinnuveganna

Mánudaginn 30. apríl 2001, kl. 15:24:50 (7049)

2001-04-30 15:24:50# 126. lþ. 115.4 fundur 414. mál: #A rannsóknir í þágu atvinnuveganna# (aðild RALA að hlutafélögum) frv., GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 126. lþ.

[15:24]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Hér er gert ráð fyrir því að Rannsóknastofnun landbúnaðarins geti átt aðild að öðrum fyrirtækjum af svipaðri tegund. Út af fyrir sig er ekkert við það að athuga. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að þessi heimild, eins og aðrar ámóta, sé of víðtæk og of rúm og valdaframsal Alþingis til framkvæmdarvaldsins í þessum efnum sé of altækt. Samkvæmt orðanna hljóðan getur ráðherra og stjórn fyrirtækisins í raun lagt niður Rannsóknastofnun landbúnaðarins og sameinast öðrum fyrirtækjum án þess að Alþingi hefði nokkuð um það að segja. Það er sú nálgun að þessu viðfangsefni og þessu markmiði sem ég er ekki sáttur við og get því ekki greitt þessu atkvæði og sit hjá.