Kjaramál fiskimanna og fleira

Mánudaginn 14. maí 2001, kl. 19:09:18 (7742)

2001-05-14 19:09:18# 126. lþ. 122.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 126. lþ.

[19:09]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vænti þess að ég og hæstv. félmrh. séum með sama frv. undir höndum, en þar er bæði í 2. og 3. gr. ótrúlega nákvæm lýsing á því hvað gerðardómurinn á að taka til reifunar og til úrlausnar þegar þar að kemur ef þetta verður að lögum.

Ef hæstv. félmrh. er með annað frv. en ég er fróðlegt að fá það fram. En ef við erum með sama frv., telur þá ekki hæstv. félmrh. að það sé búið að gefa gerðardómnum býsna nákvæma forskrift að því bæði hvaða efnisinnihald eigi að vera í niðurstöðu hans og til hve langs tíma? Í því frv. sem ég hef undir höndum er á a.m.k. tveimur stöðum ef ekki þremur tiltekið að tímalengdin skuli taka viðmið í kjarasamningi vélstjóra og LÍÚ fjögur og hálft ár.