Kjaramál fiskimanna og fleira

Miðvikudaginn 16. maí 2001, kl. 17:42:04 (7932)

2001-05-16 17:42:04# 126. lþ. 125.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, GHall (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 126. lþ.

[17:42]

Guðmundur Hallvarðsson:

Herra forseti. Inngrip löggjafarvaldsins í kjaradeilur er andstætt minni skoðun. Hér er enn ein lagasetning af hálfu Alþingis til lausnar kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna sem of oft hefur verið gripið til. Þó hart hafi verið deilt varð þess greinilega vart á samningsferli undanfarinna vikna að deiluaðilar litu í átt til Alþingis, báðir með von í brjósti, útgerðarmenn um lagasetningu, sjómenn um að svo yrði ekki.

Hér er alvarleg deila á ferðinni sem ekki leysist með lagasetningu og áfram mun ósætti verða á milli aðila. Herra forseti. Ég segi nei.