Þátttaka Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu

Mánudaginn 16. október 2000, kl. 15:45:25 (540)

2000-10-16 15:45:25# 126. lþ. 10.3 fundur 24. mál: #A þátttaka Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu# þál., GAK (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 126. lþ.

[15:45]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Þar sem Frjálslyndi flokkurinn á ekki fulltrúa í utanrmn. þá langar mig að geta þess að á nýafstöðnum fundi NAMMCO, Norður-Atlants\hafs\-sjávar\-spen\-dýra\-ráðs\-ins, kom fram í máli fulltrúa Japans að engar hömlur væru á því að Japan ætti verslun við þjóðir innan NAMMCO með hvalaafurðir af hrefnu. Þar sem því hefur iðulega verið haldið fram í umræðu um þessi hvalveiðimál að slíkt væri til staðar og við gætum ekki selt afurðir okkar af hrefnukjöti þá vildi ég láta þetta koma fram.