Meðferð opinberra mála

Þriðjudaginn 17. október 2000, kl. 16:07:37 (658)

2000-10-17 16:07:37# 126. lþ. 11.9 fundur 20. mál: #A meðferð opinberra mála# (skýrslutaka af börnum) frv., HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 126. lþ.

[16:07]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Lögreglan hefur auðvitað ekki dómsvald. Hún rannsakar það sem gerst hefur, eins og hv. þm. Lúðvík Bergvinsson sagði áðan. Dómarinn rannsakar hins vegar fyrir dómi hver er trúverðugur og þar þarf hann að hafa milliliðalausa sönnunarfærslu.

Breytingunni á lögunum 1. maí 1999 var ætlað að stuðla að því að barnið þyrfti aðeins einu sinni að koma í skýrslutöku með því að dómari kæmi að því strax. Þess vegna var sú breyting gerð. En með þessu væri tryggt að barnið þyrfti að fara tvisvar og endurtaka öll þessi erfiðu mál og rifja upp allt það sem það vonandi getur einhvern tíma gleymt.