Fjárveitingar til mennta- og þróunarstofnana landbúnaðarins

Miðvikudaginn 18. október 2000, kl. 14:54:52 (739)

2000-10-18 14:54:52# 126. lþ. 13.5 fundur 94. mál: #A fjárveitingar til mennta- og þróunarstofnana landbúnaðarins# fsp. (til munnl.) frá landbrh., ÁE
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 126. lþ.

[14:54]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Hæstv. ráðherra talaði um að þessi mál ættu að halda áfram á miklum hraða. Við vitum á hvaða hraða það er. Það er á hraða snigilsins sem hefur einkennt störf ráðherrans í þessum efnum. Hér er verið að benda á samdrátt í fjárframlögum til menntastofnana og stofnana hins opinbera í landbúnaðarmálum. Ráðherrann er ekki að fylgja eftir því starfi sem hann var með á síðasta kjörtímabili, þá sem formaður landbn. Ég og fleiri áttum gott samstarf við hann í sókn fyrir menntamálum í íslenskum landbúnaði. Því fylgir hann ekki eftir, herra forseti, þegar hann hefur núna stöðu til þess, orðinn ráðherra. Forveri hans þótti ekki mikill átakamaður í málefnum landbúnaðarins en ég hefði ekki trúað því að óreyndu að hæstv. ráðherra, Guðni Ágústsson, léti ekki fylgja eftir fyrri ummælum sínum í sókn í menntamálum í landbúnaði einfaldlega vegna þess að menntamál í landbúnaði eru besta byggðastefnan. Þau eru mikilvæg eins og maður sér á fjölmörgum þáttum, m.a. uppbyggingu Háskólans á Akureyri, hvað það var gott byggðamál og því á þessi stefna í sókn í landbúnaði að halda áfram.