Umgengni um nytjastofna sjávar

Fimmtudaginn 19. október 2000, kl. 13:17:53 (790)

2000-10-19 13:17:53# 126. lþ. 14.1 fundur 119. mál: #A umgengni um nytjastofna sjávar# (brottkast) frv., KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur, 126. lþ.

[13:17]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Út af fyrir sig er ekki mikið meira um þetta að segja. Úrræðin eru þau að fjölga eftirlitsmönnum. Hv. þm. viðurkennir að á meðan eftirlitsmaðurinn er um borð verði trúlega ekki kastað fiski rétt á meðan og það er einmitt tilgangurinn.

Það gæti líka verið að móralskt séð mundi það líka virka þó að hann væri einn um borð og þyrfti sinn svefn. Ég a.m.k. þekki sjómenn ekki að öðru en vilja fara að lögum og þeim sárnar þessi umræða sem hefur verið um brottkast og leiðist virkilega að liggja undir einhverjum ámælum um að fara illa með sameign þjóðarinnar. Þess vegna held ég að þetta sé þó virðingarverð tilraun. Mér heyrist menn vera sammála um að hún gæti virkað að einhverju leyti og þá er tilganginum náð.