Fráveitumál sveitarfélaga

Mánudaginn 30. október 2000, kl. 15:28:48 (911)

2000-10-30 15:28:48# 126. lþ. 15.1 fundur 64#B fráveitumál sveitarfélaga# (óundirbúin fsp.), umhvrh.
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 126. lþ.

[15:28]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir):

Virðulegi forseti. Mér þykir sjálfsagt að skoða það ef til eru ódýrari lausnir en menn hafa áður séð og reiknað út. Við höfum hins vegar ekki fengið, svo ég viti, upplýsingar um það í ráðuneytinu að hægt sé að gera þetta miklu ódýrar. Hins vegar tel ég að við eigum að skoða það í ljósi þessara upplýsinga sem hér koma fram.

Þingmenn voru í kjördæmavikunni síðustu að hitta sveitarstjórnir og þá komu einhverjar upplýsingar, einnig í Mosfellsbæ hjá sveitarstjórnarmönnum þar að þeir hafa skoðað lausnir sem menn hafa farið út í í Svíþjóð með svokallaðar tjarnir, þ.e. að láta skolp fara í tjarnir en ekki út í sjó í þann viðtaka sem við höfum valið hér. Þeim reiknaðist því svo til að hugsanlega væri hægt að fara þessa tjarnaleið og borga aðeins 1/3 af þeirri leið sem þeir annars gætu farið, þ.e. að tengjast Reykvíkingum í skolprör þeirra og láta skolpið fara út í sjó. Ég tel því eðlilegt að við skoðum þessi mál miðað við þær upplýsingar sem hér koma fram og þær upplýsingar sem hafa komið fram í Mosfellsbæ. Auðvitað þarf að skoða þetta nánar og í framhaldinu, ef þetta er svona, reynum við að velja ódýrustu leiðirnir og þá getum við tekið málið upp við Evrópusambandið því að sjálfsögðu viljum við nýta fjármagnið sem best. Það þarf að leita hagkvæmustu lausna í hvert sinn.