Tekjustofnar sveitarfélaga

Fimmtudaginn 09. nóvember 2000, kl. 12:18:25 (1478)

2000-11-09 12:18:25# 126. lþ. 22.5 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., SJóh (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 126. lþ.

[12:18]

Sigríður Jóhannesdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér er strax hugarhægra þegar ég heyri að formaður fjárln. deilir áhyggjum mínum um stöðu þessara sveitarfélaga. Við erum sammála um að þessi skattalagabreyting í sjálfu sér, jafnvel þó að sveitarfélögin hafi dirfsku til að notfæra sér þetta prósent, verður ekki til að bæta stöðu þeirra sveitarfélaga sem verst standa.

Ég vildi spyrja hv. formann nefndarinnar hvort kannski sé von á einhverju öðru frv. sem leysir úr vanda þessara sveitarfélaga svo að ég kannski sofi betur um nætur, þ.e. ef hv. formaður fjárln. gæti stuðlað að því.