Tilnefning Eyjabakka sem votlendissvæðis á skrá Ramsar-samningsins

Fimmtudaginn 16. nóvember 2000, kl. 18:38:58 (1936)

2000-11-16 18:38:58# 126. lþ. 26.8 fundur 9. mál: #A tilnefning Eyjabakka sem votlendissvæðis á skrá Ramsar-samningsins# þál., umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 126. lþ.

[18:38]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eins og ég kom inn á áðan í ræðu minni vegna þessarar þáltill. þá hefur Landsvirkjun þetta leyfi. Eins og ég skil það þyrfti lagabreytingu til þess að afnema það leyfi. Ég mun ekki beita mér fyrir lagasetningu um að leyfið verði afnumið. Málin eru í ákveðnu ferli í dag. Það er verið að skoða Kárahnjúkavirkjun. Sá kostur er í umhverfismati. Ég tel rétt að við förum í gegnum það ferli og skoðum niðurstöðuna sem verður úr því máli áður en við förum að taka einhver skref varðandi þessi svæði.