Ferill 30. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 30  —  30. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um fyrirkomulag viðskipta og samninga um gagnaflutninga og önnur tölvusamskipti.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hver voru heildarviðskipti fjármálaráðuneytisins fyrir hönd ráðuneyta við Landssímann og dótturfyrirtæki hans árin 1998–2000, sundurliðað eftir árum og ráðuneytum, svo og eftir stofnkostnaði annars vegar og rekstrarkostnaði hins vegar?
     2.      Hver voru heildarviðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins við sömu aðila árin 1998–2000, sundurliðað eftir árum og stofnunum og fyrirtækjum, svo og eftir stofnkostnaði annars vegar og rekstrarkostnaði hins vegar?
     3.      Hver voru heildarviðskipti ráðuneytisins/ríkisins við önnur fyrirtæki á markaði sem veita þjónustu á þessu sviði árin 1998–2000, sundurliðað á sama hátt?
     4.      Grundvallast viðskipti ríkisins við Landssímann á skriflegum samningum og útboðum eða eru þau byggð á gjaldskrá? Ef viðskiptin byggjast á skriflegum samningum eða útboðum óskast upplýsingar um dagsetningar og framkvæmd þeirra.


Skriflegt svar óskast.