Ferill 33. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 33  —  33. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um túlkun jafnréttislaga og skipun í embætti hæstaréttardómara.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Er ráðherra sammála framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, sem látið hefur þá skoðun opinberlega í ljós að skipun hæstaréttardómara nýlega hafi verið brot á jafnréttislögum og farið í bága við framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum?
     2.      Gerði jafnréttisráðherra athugasemd á ríkisstjórnarfundi þegar dómsmálaráðherra kynnti áform sín um skipun hæstaréttardómara?
     3.      Er jafnréttisráðherra sammála þeirri túlkun á jafnréttislögunum að sæki karl og kona með sömu hæfileika og menntun um starf í starfsgrein þar sem annað kynið er allsráðandi skuli það hljóta starfið sem er af því kyni sem er í minni hluta í starfsgreininni?