Ferill 42. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 42  —  42. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um rekstur skipasmíðastöðva.

Frá Guðjóni A. Kristjánssyni.



     1.      Hve margar skipasmíðastöðvar voru í rekstri á landinu árið 1990?
     2.      Hve margar skipasmíðastöðvar eru í rekstri á landinu árið 2000?
     3.      Hversu margar hafa hafið rekstur að nýju eftir gjaldþrot eða verið stofnaðar á tímabilinu 1990–2000?
     4.      Hvernig er skipting skipasmíðastöðva eftir kjördæmum, miðað við þá kjördæmaskipan sem í gildi var fram í maí á þessu ári?
     5.      Hvaða styrkir eða niðurgreiðslur hafa verið sl. áratug, til hvaða verkefna og frá hverjum komu styrkir, víkjandi lán eða niðurgreiðslur, t.d. í formi byggingarstyrkja ef um það hefur verið að ræða, sundurliðað eftir árum?
     6.      Hversu mörg ársverk voru við skipasmíði og viðhald skipa á árunum 1990–2000, sundurliðað eftir árum?


Skriflegt svar óskast.