Ferill 60. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 60  —  60. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um tjónagreiðslur vegna jarðskjálftanna á Suðurlandi í sumar.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Hversu margir einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög urðu fyrir verulegu tjóni á eignum, sem ekki eru tryggingaskyldar, eða öðru verulegu fjárhagstjóni, sem rekja má til jarðskjálftanna á Suðurlandi 17. og 21. júní sl. og ekki fellur undir tryggingakerfið? Átt er við tjón á vörum, rekstrarstöðvun fyrirtækja, tjón á lögnum, vatnsbólum og fráveitukerfum til sveita, vinnutap og ýmislegt fleira.
     2.      Hefur verið reynt að meta umfang tjónsins og hversu háar fjárhæðir er um að ræða?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að þetta tjón verði bætt og ef svo er, hvernig verður staðið að því?


Skriflegt svar óskast.