Ferill 63. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 63  —  63. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um verkefni sem unnt er að sinna á landsbyggðinni.

Frá Svanfríði Jónasdóttur.



     1.      Hafa þau verkefni iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta, undirstofnana þeirra eða fyrirtækja sem unnt er að sinna á landsbyggðinni verið skilgreind, sbr. 6. tölul. í þingsályktun um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1999–2001 sem samþykkt var á Alþingi 3. mars 1999?
     2.      Hvenær er gert ráð fyrir að ,,tillögur þar að lútandi sem meðal annars geri ráð fyrir að möguleikar upplýsingatækninnar verði nýttir til hins ítrasta“ verði lagðar fram?