Ferill 68. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 68  —  68. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um skattafrádrátt og fríðindi starfsmanna ríkisins.

Frá Gísla S. Einarssyni.



     1.      Hver var heildarupphæð frádráttarbærra greiðslna, sbr. 30. gr. laga nr. 75/1981, til starfsmanna ríkisins, innan lands og utan, á árunum 1998 og 1999 og hver er áætluð heildarupphæð slíkra greiðslna árið 2000? Óskað er eftir sundurliðun eftir því undir hvaða ákvæði 30. gr. laganna greiðslurnar falla.
     2.      Hvert var heildarverðmæti fríðinda sem starfsmenn ríkisins nutu og ekki teljast til endurgjalds fyrir vinnu, starf eða þjónustu í þágu ríkisins árið 1999 og hvert er heildarverðmæti þessara fríðinda það sem af er árinu 2000?


Skriflegt svar óskast.