Ferill 70. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 70  —  70. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um hlutafélög og einkahlutafélög.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hve mörg hlutafélög annars vegar og einkahlutafélög hins vegar voru skráð á árunum 1998, 1999 og 2000 (til 1. október), sundurliðað eftir árum og starfsgreinum?
     2.      Hver var fjölgun hlutafélaga annars vegar og einkahlutafélaga hins vegar á þessum árum sem hlutfall af heildarfjölda þeirra, sundurliðað eftir árum og starfsgreinum?
     3.      Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að geta stofnað einkahlutafélög hér á landi og annars staðar á Norðurlöndunum?
     4.      Telur ráðherra rétt með tilliti til reynslunnar af einkahlutafélögum að breyta skilyrðum til stofnunar einkahlutafélaga og ef svo er, hvaða leið telur ráðherra rétt að fara í því efni?


Skriflegt svar óskast.