Ferill 71. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 71  —  71. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um arðgreiðslur og einkahlutafélög.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hve mörg einkahlutafélög greiddu arð og þá hve mikinn á árunum 1996, 1997, 1998 og 1999?
     2.      Hve miklar voru skattgreiðslur af arði þessi ár, sundurliðað eftir starfsgreinum og fjölda skattgreiðenda?
     3.      Hver voru laun og arðgreiðslur eigenda einkahlutafélaga og hver var fjöldi þeirra sem jafnframt eru framkvæmdastjórar eða starfsmenn hlutafélaganna, flokkað eftir fjárhæðum launa annars vegar og arðgreiðslna hins vegar, hvert áranna 1996–99?
     4.      Er ástæða til að ætla að eigendur einkahlutafélaga taki verulegan hluta launa sinna út í arði og skrái að einhverju leyti einkaneyslu á rekstur fyrirtækisins? Hefur slík athugun farið fram á vegum skattyfirvalda? Ef ekki, mun ráðherra beita sér fyrir slíkri athugun?


Skriflegt svar óskast.