Ferill 82. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 82  —  82. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um niðurgreiðslur erlendra skulda þjóðarinnar fyrir árið 2015.

Frá Pétri H. Blöndal.



    Hvað líður athugun á grundvelli ályktunar Alþingis frá 13. maí 1997 um áætlun um niðurgreiðslur erlendra skulda þjóðarinnar fyrir árið 2015?


Skriflegt svar óskast.


G r e i n a r g e r ð.

    Á 122. löggjafarþingi var skriflegri fyrirspurn beint til forsætisráðherra um hvað liði gerð áætlunar um hvernig yrði náð niður erlendum skuldum þjóðarinnar í samræmi við þingsályktunina frá 13. maí 1997. Skriflegt svar forsætisráðherra barst á þingskjali 1223. Hafði fyrirspurninni verið vísað til fjármálaráðuneytis og í niðurlagi svars þess kom eftirfarandi fram: „Ráðuneytið hefur ákveðið að hefja athugun á grundvelli ályktunarinnar. Athugun sem þessi tekur óhjákvæmilega nokkurn tíma og hefur vinna ráðuneytisins miðað að því að ljúka fyrri áfanga verksins á þessu ári. Jafnframt er undirbúningur að síðari áfanganum hafinn.“
    Vegna þessa er spurningin nú ítrekuð í von um að nú liggi fyrir áætlun um niðurgreiðslur erlendra skulda þjóðarinnar fyrir árið 2015. Um mögulegar aðgerðir ríkisvaldsins til að ná þessu markmiði Alþingis vísast til greinargerðar með þingsályktunartillögunni sem birtist á þingskjali 735 á 121. löggjafarþingi.