Ferill 83. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 83  —  83. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um framkvæmd laga um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996.

Frá Jóhanni Ársælssyni.



     1.      Hve margir skipstjórnarmenn og útgerðir hafa verið ákærð fyrir brot á 2. gr. laga nr. 57/1996?
     2.      Hve margir skipstjórnarmenn og útgerðir hafa verið dæmd til refsingar fyrir brot á 2. gr. þeirra laga?
     3.      Hve oft hefur Fiskistofa beitt úrræðum 2. mgr. 4. gr. laganna?
     4.      Hve oft hefur ákvæðum 3. mgr. 4. gr. laga þessara verið beitt til að krefja eigendur veiðarfæra um greiðslu kostnaðar?
     5.      Telur sjávarútvegsráðherra að markmið I. kafla laganna hafi náðst með framkvæmd Fiskistofu á II. kafla þeirra?