Ferill 88. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000-2001.
Þskj. 88  —  88. mál.




Beiðni um skýrslu



frá dómsmálaráðherra um réttarstöðu sambúðarfólks.

Frá Guðrúnu Ögmundsdóttur, Lúðvík Bergvinssyni, Ástu R. Jóhannesdóttur,


Jóhanni Ársælssyni, Sigríði Jóhannesdóttur, Einari Má Sigurðarsyni,
Þórunni Sveinbjarnardóttur, Kristjáni L. Möller og Svanfríði Jónasdóttur.

    Með vísan til 46. gr. laga um þingsköp Alþingis er þess óskað að dómsmálaráðherra flytji Alþingi skýrslu um réttarstöðu sambúðarfólks. Þá er þess óskað að í skýrslunni verði gerður samanburður á réttarstöðu sambúðarfólks á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndum.

Greinargerð.


    Mikilvægt er að fá yfirlit yfir lög og reglugerðir sem gefa fólki í sambúð sambærilegan rétt og ef um hjónaband er að ræða. Þróun síðustu ára hér á landi hefur verið sú að telja sambúð ígildi hjónabands.
    Hér er m.a. um að ræða löggjöf eins og skattalög, lögheimilislög, lög um almannatryggingar, erfðafjárlög, lög um lífeyrissjóði og lög um útlendinga.
    Jafnframt þarf að skoða hvort sambærileg þróun hefur orðið annars staðar á Norðurlöndum.