Ferill 98. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 98  —  98. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um ólaunaða samfélagsþjónustu í tengslum við dóma og refsingar.

Frá Guðrúnu Ögmundsdóttur.



     1.      Er fullnusta refsingar með ólaunaðri samfélagsþjónustu takmörkuð við ákveðna brotaflokka?
     2.      Hafa umsóknir um samfélagsþjónustu borist frá kynferðisafbrotamönnum, og ef svo er, hafa þær verið samþykktar?
     3.      Hvers eðlis er sú samfélagsþjónusta sem umsækjendum stendur til boða að inna af hendi?
     4.      Hversu margir hafa nýtt sér samfélagsþjónustuna?
     5.      Hefur Fangelsismálastofnun verið í samstarfi við einhverja aðila vegna samfélagsþjónustunnar, og ef svo er, við hverja?
     6.      Hefur verið lagt mat á hvernig úrræðið hefur nýst frá tilkomu þess?


Skriflegt svar óskast.