Ferill 99. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 99  —  99. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um fangelsismál.

Frá Guðrúnu Ögmundsdóttur.



     1.      Hvað líður áformum um byggingu fangelsis á höfuðborgarsvæðinu?
     2.      Er fyrirhugað að opna sérstaka meðferðardeild á Litla-Hrauni fyrir þá fanga sem þurfa
         á áfengis- og/eða fíkniefnameðferð að halda?
     3.      Er kynferðisafbrotamönnum boðið upp á sértæka meðferð innan fangelsanna?
     4.      Hvaða verkefni standa föngum til boða meðan á afplánun stendur?
     5.      Geta afplánunarfangar sótt námskeið, og ef svo er, eru þau sértæk fyrir konur, ungt fólk, síbrotamenn, fíkla o.s.frv.?