Ferill 128. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 128  —  128. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um skerta þjónustu Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Hvað veldur því að ákveðið hefur verið að draga stórlega úr starfsemi Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað á síðasta ársfjórðungi þessa árs, þar á meðal sérfræðiþjónustu í formi ferilverka?
     2.      Hvaða sparnaður felst í því fyrir heilbrigðiskerfið í heild þegar ljóst er að viðkomandi sjúklingar verða í staðinn að leita sér læknisþjónustu út fyrir fjórðunginn?
     3.      Mun ráðuneytið á næstunni leita til Alþingis eftir aukafjárveitingu fyrir Heilbrigðisstofnun Austurlands til að sjúkrahúsið í Neskaupstað geti sinnt nauðsynlegri starfsemi eins og hér um ræðir?