Ferill 145. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 145  —  145. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um stofnun landsmiðstöðvar fyrir útlendinga búsetta á Íslandi.

Frá Þórunni Sveinbjarnardóttur.



     1.      Hvers vegna hefur starfshópur ráðuneytisins, sem ætlað var að kanna grundvöll fyrir stofnun landsmiðstöðvar um málefni útlendinga, verið leystur frá störfum?
     2.      Mun ráðherra tryggja þátttöku ríkisins í stofnun landsmiðstöðvar, Alþjóðahúss, á höfuðborgarsvæðinu, sem veita skal útlendingum búsettum hér á landi upplýsingar og þjónustu?