Ferill 149. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 149  —  149. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um víkingaskipið Íslending.

Frá Jóhanni Ársælssyni.



     1.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að Íslendingur, skip Gunnars Marels Eggertssonar, sem gert hefur fræga ferð vestur um haf í kjölfar Leifs Eiríkssonar, verði varðveitt á Íslandi?
     2.      Telur ráðherra að til greina komi að stofna sérstakt safn um siglingar Íslendinga á víkingatímanum eða að fela einhverjum tilteknum aðila (safni eða stofnun) varðveislu skipsins og ef svo er, hvaða aðilar koma þá helst til greina?



























Prentað upp.