Ferill 43. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 158  —  43. mál.




Svar



landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Guðjóns A. Kristjánssonar um slátrun og vinnslu landbúnaðarafurða.

     1.      Hversu mörg fyrirtæki starfa nú við slátrun og úrvinnslu á landbúnaðarafurðum, þ.e. starfa í slátrun, kjötvinnslu og mjólkuriðnaði?
    Í dag eru 16 fyrirtæki starfandi í slátrun, þ.m.t. öll alifugla-, svína-, stórgripa- og sauðfjársláturhús. Sum þeirra reka síðan fleiri en eitt sláturhús. Í mjólkurvinnslu starfa 8 fyrirtæki, sum reka fleiri en eitt mjólkursamlag. Að auki má síðan telja Osta- og smjörsöluna. Engar upplýsingar eru fyrirliggjandi hjá Bændasamtökunum um fjölda kjötvinnsla.

     2.      Hvernig skiptist landsframleiðsla landbúnaðarafurða á þau fyrirtæki sem nú starfa? Óskað er eftir sundurliðun á kjötmagni eftir flokkum hjá hverju fyrirtæki fyrir sig, þ.e. kindakjöt (dilkakjöt), nautgripakjöt, svínakjöt, hrossakjöt og alifuglar, bæði í kílóum talið og hlutfallslega.
    Skipting framleiðslunnar á síðasta ári milli þessara fyrirtækja er sýnd í meðfylgjandi töflum. Þá er búið að leggja saman framleiðslu þeirra fyrirtækja sem hafa sameinast á þessu ári.

Slátrun eftir sláturleyfishöfum 1999, magn og hlutfall.


Hross Nautgripir Sauðfé Svín Alifuglar
Sláturleyfishafi kg % kg % kg % kg % kg %
Goði hf. 588.245 54,98 1.181.373 32,24 3.248.222 37,58 335.613 7,13
Sláturfélag Suðurlands 239.050 22,34 896.859 24,48 1.543.245 17,85 1.166.144 24,78 643.292 21,40
Kaupfélag Króksfjarðar 31.461 0,86 185.184 2,14 22.435 0,48
Kaupfélag Bitrufjarðar 83.119 0,96
Sölufélag A-Húnvetninga 111.570 10,43 222.167 6,06 594.814 6,88 58.347 1,24
Kaupfélag Skagfirðinga 46.965 4,39 285.609 7,79 557.768 6,45 45.914 0,98
Norðlenska matborðið ehf. 10.364 0,97 661.550 18,05 1.043.703 12,07 429.979 9,14
B. Jensen ehf. 49.703 4,65 97.876 2,67 212.146 4,51
Grísabær 1.356.035 28,81
Síld og fiskur 642.949 13,66
Stjörnugrís 136.299 2,90
Sláturfélag Vopnfirðinga 601 0,06 33.832 0,92 196.259 2,27
Sláturfélag Vesturlands hf. 19.393 1,81 222.496 6,07 594.609 6,88 300.418 6,38
Ferskar afurðir ehf. 3.945 0,37 31.037 0,85 211.942 2,45
Fjallalamb 384.756 4,45
Reykjagarður 2.328.428 77,45
Örn Stefánsson 34.629 1,15
1.069.836 100 3.664.260 100 8.643.621 100 4.706.279 100 3.006.349 100

Mjólkurinnlegg eftir samlögum 1999, magn og hlutfall.


Lítrar %
Mjólkursamsalan 24.046.441 22,43
Mjólkursamlag Ísfirðinga 1.304.360 1,22
Mjólkursamlag Skagfirðinga 9.554.868 8,91
MSKEA ehf. 20.974.353 19,57
MSKÞ ehf. 6.822.473 6,36
Mjólkursamlag Vopnfirðinga 752.078 0,70
Ms. Kaupf. Héraðsbúa 3.338.823 3,11
Mjólkursamlag Norðfirðinga 496.319 0,46
Mjólkurbú Flóamanna 39.906.214 37,23
107.195.929 100

     3.      Hvernig skiptist kjötframleiðsla og mjólkurframleiðsla eftir núverandi kjördæmum, sundurliðað eftir áðurnefndum kjötflokkum í kíló og mjólk í lítrum?
    Sjá meðfylgjandi töflur úr Búnaðarriti, 113. árg. Framleiðsla annarra kjöttegunda er ekki skráð á innleggjendur heldur berast einungis skýrslur um heildarslátrun hvers fyrirtækis um sig.

Innlagt kindakjöt og greiðslumark 1999 eftir kjördæmum.

Innl. kindakjöt,
kg
Virkt greiðslu-
mark, ærgildi
Reykjanessvæði 67.469 2.677
Vesturland 1.449.034 60.827
Vestfirðir 932.070 44.832
Norðurland vestra 1.721.941 79.896
Norðurland eystra 1.421.847 65.589
Austurland 1.509.391 68.119
Suðurland 1.541.788 70.203
Samtals allt landið 8.643.539 392.142

Innlögð mjólk og greiðslumark 1999 eftir kjördæmum.

Innlögð mjólk,
lítrar
Greiðslumark,
þús. lítrar
Reykjanessvæði 1.224.723 1.162.048
Vesturland 14.375.322 13.294.704
Vestfirðir 2.979.244 2.939.501
Norðurland vestra 16.326.380 15.849.366
Norðurland eystra 27.804.037 26.170.512
Austurland 6.202.055 5.893.246
Suðurland 38.284.168 36.690.603
Samtals allt landið 107.195.929 102.000.000

     4.      Hversu mikið hefur sláturhúsum í rekstri fækkað á tímabilinu 1990–2000, sundurliðað eftir árum?
    Fækkun sláturhúsa á landinu hefur verið sem hér segir:
Ár Fækkun
1990 2
1991 3
1993 1
1994 1
1996 1
1997 2
1998 1
1999 1

     5.      Hversu mikið hefur mjólkurbúum í rekstri fækkað á tímabilinu 1990–2000, sundurliðað eftir árum?
    Fækkun mjólkurbúa á landinu hefur verið sem hér segir:
Ár Fækkun
1990 1
1993 1
1995 1
1996 1

     6.      Hversu mörgum dilkum er slátrað án þess að um beingreiðslur sé að ræða, sundurliðað eftir kjördæmum, miðað við þá kjördæmaskipan sem í gildi var fram í maí á þessu ári?
    Árið 1999 komu 290 tonn af kindakjöti frá alls 300 lögbýlum án greiðslumarks og 29 tonn frá framleiðendum utan lögbýla. Að öðru leyti vísast í töflu um framleiðslu kindakjöts eftir kjördæmum þar sem til samanburðar kemur fram greiðslumark í ærgildum eftir kjördæmum.