Ferill 59. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 178  —  59. mál.




Svar


viðskiptaráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur um greiðslur vegna tjóna er urðu í jarðskjálftunum á Suðurlandi í sumar.

     1.      Í hve mörgum tilvikum varð altjón á húseignum í jarðskjálftunum á Suðurlandi 17. og 21. júní sl.?
    Samkvæmt upplýsingum frá Viðlagatryggingu Íslands urðu 34 altjón á íbúðarhúsum í jarðskjálftunum og enn kunna fáein hús að bætast við þar sem skemmdir eru enn að koma í ljós. Altjón varð jafnframt á fjölmörgum útihúsum. Viðlagatryggingu Íslands var ekki unnt á þeim stutta tíma sem gafst til vinnslu fyrirspurnarinnar að tilgreina nákvæmlega fjölda altjónaðra útihúsa eða birta sundurliðaðan lista. Ljóst er þó að altjón á útihúsum eru á annað hundrað. Í skráningu Viðlagatryggingar á tjónamati og tjónsuppgjörum er skráð heildartjón á húseignum á bújörðum en ekki sundurliðuð tala vegna hverrar húseignar. Til að vinna skrá yfir altjón á útihúsum þarf að fara í gegnum matsgögn vegna hverrar bújarðar og afla upplýsinga frá matsmönnum. Þetta er viðamikið verkefni sem stofnunin hyggst ráðast í þegar um hægist í tjónamati og þá í því skyni að upplýsa byggingaryfirvöld um útihús er þarf að rífa. Viðlagatrygging hyggst ráðast í þetta verkefni á næstunni og verða ráðuneytinu sendar viðkomandi upplýsingar.

     2.      Hverjar eru ákvarðaðar bótafjárhæðir viðlagatryggingar vegna
                  a.      íbúðarhúsnæðis,
                  b.      útihúsa,
                  c.      annarra eigna,
        sundurliðað eftir eignum og borið saman við brunabótamat og endurstofnverð viðkomandi eigna samkvæmt matsreglum Fasteignamats ríkisins?

    Eftirfarandi er sundurliðaður listi yfir íbúðarhús sem altjón hefur orðið á. Tilgreind er bótafjárhæð og brunabótamat og auk þess endurstofnverð samkvæmt upplýsingum Fasteignamats ríkisins sem Viðlagatrygging Íslands tók saman. Um er að ræða samþykktar bótafjárhæðir nema í tveimur tilfellum. Eins og að framan greindi reyndist Viðlagatryggingu ekki unnt með svo skömmum fyrirvara að láta í té sundurliðað yfirlit yfir altjón á útihúsum. Samkvæmt upplýsingum Viðlagatryggingar urðu ekki altjón á öðrum eignum.

    Yfirlit yfir fjölda altjóna á íbúðarhúsnæði í Árnes- og Rangárvallasýslu
í kjölfar jarðskjálftanna 17. og 21. júní 2000.


Árnessýsla
Nr. Bótafjárhæð Brunabótamat Endurstofnverð
1 5.282.000 12.726.000 4.651.000
2 9.846.000 9.846.000 20.544.000
3 12.944.000 15.530.000 13.275.000
4 14.677.000 18.471.000 17.119.000
5 18.243.000 24.595.000 20.893.000
6 6.522.000 6.522.000 10.244.000
7 6.406.000 6.406.000 7.997.000
8 7.051.000 12.516.000 10.620.000
9 10.223.000 14.761.000 14.296.000
10 5.007.000 10.121.000 8.584.000
11 3.283.000 3.283.000 2.878.000
12 7.228.000 7.228.000 7.094.000
13 10.024.000 19.521.000 18.906.000
14 5.398.000 10.270.000 9.947.000
15 6.957.000 14.139.000 12.013.000
16 5.747.000 5.747.000 12.351.000
134.838.000 191.682.000 191.412.000
Rangárvallasýsla
1 6.048.000 6.048.000 11.389.000
2 10.674.000 14.144.000 13.693.000
3 14.931.000 14.931.000 14.849.000
4 10.608.400 13.852.000 12.199.000
5 10.550.000 10.550.000 12.305.000
6 9.806.000 9.806.000 13.785.000
7 10.270.000 10.270.000 11.783.000
8 12.624.000 12.624.000 12.236.000
9 6.777.000 6.777.000 11.549.000
10 7.762.000 7.762.000 14.254.000
11 5.535.400 7.116.000 8.809.000
12 5.124.000 5.124.000 5.862.000
13 5.514.000 5.514.000 8.637.000
14 6.669.000 14.775.000 13.938.000
15 7.968.000 10.781.000 10.429.000
16 8.828.000 8.828.000 11.994.000
17 9.740.000 9.740.000 8.271.000
18 10.543.000 10.543.000 12.713.000
159.971.800 179.185.000 208.695.000
Samtals 294.809.800 370.867.000 400.107.000