Ferill 185. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 194  —  185. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um sokkin skip og aðra mengunarhættu í sjó umhverfis landið.

Frá Jóhanni Ársælssyni.



          1.      Frá hve mörgum skipsflökum sem vitað er um í sjó umhverfis landið er talið að stafi hætta á mengun?
          2.      Eru að mati umhverfisráðherra nægilega nákvæmar upplýsingar fyrir hendi um mengunarhættu frá skipsflökum eða öðrum mengunarvöldum í sjó í kringum landið og ef svo er ekki, hvað hyggst ráðherra þá fyrir til úrbóta?
          3.      Er þörf bráðra aðgerða vegna mengunarvalda í sjó og ef svo er, hver eru þá brýnustu verkefnin?