Ferill 186. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 195  —  186. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um ákvæði skipulagsreglugerðar um nálægð byggðar við vötn, ár eða sjó.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



     1.      Telur ráðherra þörf á að endurskoða ákvæði skipulagsreglugerðar, einkum grein 4.15.2, um nálægð byggðar við vötn, ár eða sjó, í ljósi byggingaráforma í Vatnsendalandi við Elliðavatn?
     2.      Telur ráðherra að setja þurfi sérstök ákvæði um nálægð byggðar við vatnasvæði sem eru hluti vatnsverndarsvæðis eða hafa mikið verndargildi af öðrum ástæðum?
     3.      Hver er afstaða ráðherra til aukinnar íbúðabyggðar á bökkum Elliðavatns?