Ferill 202. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 212  —  202. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um orkukostnað.

Frá Einari K. Guðfinnssyni.



     1.      Hve mörg lögbýli eiga þess ekki kost að kaupa orku frá veitukerfum orkufyrirtækjanna í landinu og hvernig skiptast þau eftir sýslum?
     2.      Hvað er áætlað að heildarorkuþörf þessara býla sé mikil og hvernig skiptist hún á milli húshitunar og annarrar notkunar?
     3.      Hversu mikið má áætla að húshitunarkostnaður þessara býla breyttist ef þau gætu keypt orku frá veitukerfum orkufyrirtækjanna?
     4.      Hafa eigendur þessara lögbýla notið opinberrar fyrirgreiðslu, svo sem niðurgreiðslna á olíu, í ljósi þess að þeir geta ekki nýtt orku sem er framleidd af opinberum fyrirtækjum?
     5.      Er fyrirhugaður frekari opinber stuðningur við eigendur framangreindra lögbýla?