Ferill 204. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 214  —  204. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um fíkniefnanotkun í fangelsum.

Frá Guðmundi Árna Stefánssyni.



     1.      Eru þess nýleg dæmi að fangar í afplánun í íslenskum fangelsum hafi orðið uppvísir að notkun ólöglegra fíkniefna? Ef svo er, hvernig má það vera?
     2.      Hefur ráðherra áform um að rannsaka hvort fíkniefnanotkun viðgengst í íslenskum fangelsum, í ljósi fullyrðinga sem hafa heyrst hvað eftir annað um slíkt, og þá hugsanlegar ástæður hennar og um aðgerðir til að fyrirbyggja hana?