Ferill 206. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 216  —  206. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um störf flugflota og varðskipa Landhelgisgæslunnar.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



     1.      Hve oft og í hve margar klukkustundir á tímabilinu 1. janúar 1998 til 1. september 2000 voru björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar annars vegar og gæsluflugvélin hins vegar kallaðar út vegna:
                  a.      sjóslysa, sundurliðað eftir því hvort í hlut áttu íslenskir sjómenn eða erlendir,
                  b.      slysa á landi, sundurliðað eftir umferðarslysum annars vegar og öðrum flokkum slysa hins vegar,
                  c.      æfingaflugs í tengslum við Slysavarnaskóla sjómanna,
                  d.      annars, og þá hvers?
     2.      Hvaða greiðslur hefur Landhelgisgæslan fengið fyrir notkun flugflotans til annarra starfa en gæslustarfa, sundurliðað eftir tegundum starfa?
     3.      Hve margir voru úthaldsdagar varðskipanna á sjó á fyrrnefndu tímabili, sundurliðað eftir skipum við gæslu og við önnur tilgreind störf?


Skriflegt svar óskast.