Ferill 210. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 221  —  210. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um málefni innflytjenda.

Frá Ögmundi Jónassyni.



     1.      Hvað líður stefnumótun ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda?
     2.      Hvaða kvaðir eru lagðar á atvinnurekendur til að tryggja réttindi innflytjenda sem þeir ráða til starfa og á hvern hátt er fylgst með því að þeir fari að lögum og settum reglum?
     3.      Er innflytjendum sem ekki hafa vald á íslensku tryggð túlkaþjónusta til að leita réttar síns og nýta þjónustu sem þeim ber innan velferðarþjónustunnar og réttarkerfisins eða annars staðar þar sem á þarf að halda?