Ferill 229. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 246  —  229. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um kostnað við hafrannsóknarskip.

Frá Svanfríði Jónasdóttur.



     1.      Hversu mikið hækkaði hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson í verði á meðan það var í smíðum í Chile?
     2.      Hvað dróst afhending skipsins mikið miðað við upphaflegt tilboð og hve háar dagsektir greiddi skipasmíðastöðin vegna þessa?
     3.      Hvaða vandkvæði hafa komið upp og hvaða lagfæringar hefur þurft að gera á skipinu eftir að það kom heim og hvað hafa þær kostað?
     4.      Hversu mikill er heildarkostnaður orðinn við skipið sjálft?
     5.      Eru fyrirsjáanlegar frekari breytingar eða viðgerðir á skipinu og ef svo er, er þá til áætlun um kostnað við þau verk?
     6.      Hvernig var það tilboð sem Slippstöðin gerði í skipið?


Skriflegt svar óskast.