Ferill 230. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 247  —  230. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um eftirlitsmenn Fiskistofu.

Frá Árna Johnsen.



     1.      Hvað eru eftirlitsmenn Fiskistofu margir, hvar eiga þeir lögheimili og á hvaða aldri eru þeir?
     2.      Hvenær voru eftirlitsmenn ráðnir síðast? Hve margir sóttu þá um, hvar áttu þeir heima og hvað voru þeir gamlir?
     3.      Hverjir voru ráðnir, hvar áttu þeir heima og hvað voru þeir gamlir?
     4.      Leggur Fiskistofa kapp á að velja menn sem eiga heima í Reykjavík eða nærri borginni?
     5.      Er það stefna Fiskistofu að ráða ekki menn yfir fertugsaldri í störf eftirlitsmanna?
     6.      Er það rétt að umsækjendum utan af landi hafi verið sagt að þeir eigi litla von um ráðningu vegna fjarlægðar frá Reykjavík?


Skriflegt svar óskast.