Ferill 238. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 257  —  238. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um ályktanir Norður-Atlantshafslaxverndunarstofnunarinnar, NASCO.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hverjar af ályktunum Norður-Atlantshafslaxverndunarstofnunarinnar, NASCO (North Atlantic Salmon Conservation Organization), hafa verið teknar upp í íslensk lög og/eða reglugerðir undanfarin tíu ár?
     2.      Hver hafa áhrif Óslóarsamþykktar NASCO frá 1994 verið á íslenska löggjöf og reglugerðir?
     3.      Eru ályktanir og samþykktir NASCO fyrirliggjandi í íslenskri þýðingu til hagræðis fyrir íslenska veiðibændur og aðra hagsmunaaðila?


Skriflegt svar óskast.