Ferill 248. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 273  —  248. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um átak til endurbyggingar og varðveislu gamalla húsa á landsbyggðinni.

Frá Kristjáni L. Möller.



     1.      Hefur verið gert sérstakt átak til endurbyggingar og varðveislu gamalla húsa á landsbyggðinni, sbr. 10. tölul. í þingsályktun um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1999–2001 sem samþykkt var á Alþingi 3. mars 1999?
     2.      Hversu miklu fé hefur verið varið til þessa málaflokks úr ríkissjóði sl. fimm ár?
     3.      Telur ráðherra hugsanlegt að veita hærri styrki til uppbyggingar gamalla húsa á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu?