Ferill 249. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 274  —  249. mál.




Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um verkefni starfshóps um sambýli kvíaeldis og villtrar náttúru.

Frá Þórunni Sveinbjarnardóttur og Jóhanni Ársælssyni.



     1.      Hefur starfssvið starfshóps um sambýli kvíaeldis og villtrar náttúru verið skilgreint og verkefni hans ákveðið?
     2.      Ef svo er, hver eru helstu verkefni starfshópsins?
     3.      Mun hópurinn leita álits erlendra sérfræðinga um sambýli kvíaeldis og villtrar náttúru?
     4.      Hvenær er áætlað að starfshópurinn skili niðurstöðum til ráðherra?
     5.      Telur ráðherra að nota megi niðurstöður hópsins sem grunn að reglum um fyrirhugað sjókvíaeldi í Mjóafirði?