Ferill 255. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 282  —  255. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um ráðningar í stöðu dómara.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvaða stöður dómara við Hæstarétt og héraðsdóma hafa losnað sl. fimm ár?
     2.      Hve margir sóttu um hverja dómarastöðu, skipt eftir kyni?
     3.      Hvernig var hver umsagnarnefnd fyrir sig skipuð, skipt eftir kyni, við ráðningu í hverja stöðu í héraðsdómi á þessu tímabili?
     4.      Hve margar konur skipa stöðu dómara við Hæstarétt og héraðsdóma og hve hátt hlutfall er það af heildarfjölda dómara og við hvern dómstól fyrir sig?


Skriflegt svar óskast.