Ferill 280. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 308  —  280. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um 15. reglu Ríó-yfirlýsingarinnar, varúðarregluna.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur og Steingrími J. Sigfússyni.



     1.      Telur ráðherra íslensk stjórnvöld vera lagalega bundin af 15. reglu Ríó-yfirlýsingarinnar (varúðarreglunni)?
     2.      Ef svo er, hver er útfærsla reglunnar og stendur til að lögfesta þá útfærslu?
     3.      Hvernig rökstyður ráðherra að 15. regla Ríó-yfirlýsingarinnar hafi verið notuð í nýgengnum úrskurði um kísilgúrvinnslu í Mývatni?
     4.      Hver er grundvallarmunurinn á framkvæmd varúðarreglna annars vegar og framkvæmd reglna um fyrirbyggjandi aðgerðir hins vegar, með tilliti til áðurnefnds úrskurðar?