Ferill 282. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 310  —  282. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um áhrif hrefnustofnsins á viðgang þorskstofnsins.

Frá Guðjóni A. Kristjánssyni.



     1.      Telur ráðherra það samrýmast hagsmunum íslensku þjóðarinnar að meina hrefnuveiðimönnum að hefja veiðar þegar í stað og koma með því í veg fyrir þann ávinning sem hrefnuveiðar gætu fært þjóðinni?
     2.      Telur ráðherra að veiðar á hrefnu mundu stuðla að betra jafnvægi í hafinu umhverfis landið og auka árlega nýtingu þjóðarinnar á þorskstofninum?
     3.      Ef veiðar hefjast ekki á sjávarspendýrum þarf þá að hækka viðmiðun á náttúrlegum dánarstuðli þorsks úr 18% sem hann er talinn nú og ef svo er, hversu mikið?