Ferill 213. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 332  —  213. mál.




Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Hjálmars Árnasonar um kostnað við lýsingu vega á Reykjanesi.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver er kostnaður við að raflýsa
     a.      Grindavíkurveg, frá Reykjanesbraut til Grindavíkur,
     b.      Garðskagaveg, frá Reykjanesbraut að Garði,
     c.      Garðskagaveg, frá Garði að Sandgerði,
     d.      Sandgerðisveg, frá Reykjanesbraut að Sandgerði?


    Stofnkostnaður við raflýsingu þar sem umferðarhraði er mikill er um 5,5–6,0 millj. kr. á km. Árlegur rekstrarkostnaður veglýsingarinnar er um 0,2 millj. kr. á km. Kostnaður við veglýsinguna sem um er spurt er því eftirfarandi:



Vegheiti

Lengd,
km
Stofn-
kostnaður,
millj. kr.
Árlegur rekstrar-
kostnaður,
millj. kr.
Grindavíkurvegur, frá Reykjanesbraut til Grindavíkur 13,3 80 2,7
Garðskagavegur, frá Reykjanesbraut að Garði 7,4 44 1,5
Garðskagavegur, frá Garði að Sandgerði 4,1 25 0,8
Sandgerðisvegur, frá Reykjanesbraut að Sandgerði 6,2 37 1,2