Ferill 300. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 342  —  300. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lyfjalögum, nr. 93/1994, með síðari breytingum.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



1. gr.

    Í stað orðanna „tölvunefndar, sbr. lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga.“ í 2. mgr. 24. gr. laganna kemur: persónuverndar, sbr. lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2001.

Greinargerð.


    Á 125. þingi voru samþykkt lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nr. 77/2000. Lög þessi munu taka gildi 1. janúar 2001 og leysa af hólmi lög nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Í 46. gr. laga nr. 77/2000 er ákvæði sem breytir ákvæðum í öðrum lögum þar sem vísað er til laga nr. 121/1989. Við breytingu á lyfjalögum, sbr. lög nr. 108/2000, bættist nýr málsliður við 2. mgr. 24. gr. lyfjalaga þar sem kveðið er á um að lyfsölum sé skylt að afhenda Tryggingastofnun ríkisins rafrænar upplýsingar um afgreiðslu lyfja, að fengnu samþykki tölvunefndar, sbr. lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga.
    Hér er lagt til að tilvísun 2. mgr. 24. gr. lyfjalaga til laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga verði breytt þannig að tilvísun til laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga komi í staðinn enda munu lög nr. 121/1989 falla úr gildi 1. janúar nk.
    Gert er ráð fyrir að breyting þessi taki gildi 1. janúar 2001 sem er í samræmi við gildistöku laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga